Verkið felur í sér gerð á nýrri götu, Þingmóa, við Þingborg auk breytingar á vegtengingu fyrir hverfið.
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, reisa ljósastaura, leggja fjarskiptalagnir og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna. Einnig skal verktaki breyta aðkomu að nýja hverfinu.
Helstu magntölur eru:
• Gröftur 9885 m³
• Styrktarlag og burðarhæf fylling 13420 m³
• Fráveitulagnir 564 m
• Vatnsveitulagnir 783 m
• Ljósastaurar 17 stk
Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 2026.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 7. október 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Magús Ólason hjá Eflu Selfossi, með tölvupósti á netfangið magnus.olason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboð verða opnuð, á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, miðvikudaginn 22. október 2025. og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Hægt er að senda inn tilboð í tölvupósti á póstfangið hulda@floahreppur.is