Home Fréttir Í fréttum Leggja til samgöngufélag að færeyskri fyrirmynd

Leggja til samgöngufélag að færeyskri fyrirmynd

19
0
Félagið á að fjármagna framkvæmdir eins og þessi göng milli Sandeyjar og Straumeyjar í Færeyjum. Ólavur Frederiksen/FaroePhote

Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar leggja til stofnun samgöngufélags að færeyskri fyrirmynd. Það á að heita Þjóðbraut og á að fjármagna og reka stórar samgönguframkvæmdir.

Þingmenn allra flokka í stjórnarandstöðunni á þingi leggja til að stofnað verði félagið Þjóðbraut sem hefur það hlutverk að fjármagna, byggja og reka helstu samgöngumannvirki landsins.

Fyrirmynd Þjóðbrautar er færeyska félagið Tunnils pf. en einnig verður horft til reynslu Spalar stóð að gerð Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Markmið félagsins er að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja með því að fjármagna þau að hluta með veggjöldum.

Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins en sambærilegt mál náði ekki að ganga fram á síðasta þingi.

Víst er að meirihlutinn taki vel í tillöguna enda hefur ríkisstjórnin boðað stofnun Innviðafélags Íslands. Var það gert á blaðamannafundi í mars og í síðasta mánuði lét Eyjólfur Ármannsson hafa eftir sér að líklega yrði lagning Sundabrautar fyrsta verkefni þess félags. Hvort tillaga stjórnarandstöðunnar verði samþykkt er annað mál.

Heimild: Ruv.is