Hönnun Sjúkrahús Akureyrar miðar vel, áætlanir gera nú ráð fyrir að hönnun ljúki haustið 2026 og jarðvegsútboð um vorið.
Deiliskipulagið hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar og aðaluppdrættir hússins hafa verið lagðir inn til byggingarfulltrúa á Akureyri.
Sumarið 2024 gerði NLSH samning við hóp ráðgjafa vegna hönnunar á nýrri legudeildarbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk).
Hönnunarhópurinn samanstendur af Verkís hf, TBL arkitektum, JCA Ltd. og Brekke & Strand.
Nýbyggingin á að rúma fyrir legudeildir skurð- og lyflækningadeilda og dag-, göngu- og legudeild fyrir geðdeild við núverandi húsnæði SAk.m Gert er ráð fyrir að byggingin verði staðsett sunnan við núverandi byggingar og tengd eldra húsnæði.
Heimild: NLSH.is