
Umfangsmiklar framkvæmdir hefjast nk. mánudag á Keflavíkurflugvelli þar sem stefnt er á að gjörbreyta útliti fríhafnarverslana Ísland Duty Free. Þær eru í eigu fyrirtækisins Heinemann en það tók við rekstrinum í maímánuði.
Um er að ræða miklar breytingar þar sem arkitektastofan Basalt endurhannar verslanirnar með íslenska náttúru að leiðarljósi. Þriggja metra háir ísjakar eru meðal þess sem til stendur að reisa í Leifsstöð. „Þau hafa unnið að því að hafa þetta innblásið af íslenskri náttúru og þetta er eitthvað sem ekki hefur verið gert hjá Heinemann áður,“ segir Hanna Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri vörusviðs hjá Ísland Duty Free, í samtali við Morgunblaðið.
Heimild: Mbl.is