Home Fréttir Í fréttum Stefna á að gjörbreyta fríhöfninni

Stefna á að gjörbreyta fríhöfninni

7
0
Umfangsmiklar breytingar eru væntanlegar í Keflavík þar sem meðal annars stendur til að hafa sérsvæði fyrir íslenskar vörur. Tölvuteikning/Basalt

Um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir hefjast nk. mánu­dag á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem stefnt er á að gjör­breyta út­liti frí­hafn­ar­versl­ana Ísland Duty Free. Þær eru í eigu fyr­ir­tæk­is­ins Heinem­ann en það tók við rekstr­in­um í maí­mánuði.

Um er að ræða mikl­ar breyt­ing­ar þar sem arki­tekta­stof­an Basalt end­ur­hann­ar versl­an­irn­ar með ís­lenska nátt­úru að leiðarljósi. Þriggja metra háir ís­jak­ar eru meðal þess sem til stend­ur að reisa í Leifs­stöð. „Þau hafa unnið að því að hafa þetta inn­blásið af ís­lenskri nátt­úru og þetta er eitt­hvað sem ekki hef­ur verið gert hjá Heinem­ann áður,“ seg­ir Hanna Tryggva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri vöru­sviðs hjá Ísland Duty Free, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is