
Framkvæmdir eru hafnar við vindorkuver Landsvirkjunar, Vaðölduver, sem til skamms tíma var kallað Búrfellslundur. Fyrstu steypuframkvæmdir fóru fram í fyrradag er steyptar voru undirstöður fyrir fyrstu mylluna af 28.
Þar vinnur Ístak að byggingu ýmissa mannvirkja og má þar m.a. nefna kranastæði, vinnusvæði fyrir væntanlegar vindmyllur og undirstöður fyrir þær sem og byggingu safnstöðvar. Alls eiga að rísa 28 vindmyllur í Vaðölduveri.
Í framkvæmdunum felst jafnframt útlögn á um 80 kílómetrum af strengjum sem liggja munu á milli vindmyllanna og safnstöðvarinnar. Því fylgir umtalsverð jarðvinna.
Heimild: Mbl.is