Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Steypt undir fyrstu myllu Vaðölduvers af 28

Steypt undir fyrstu myllu Vaðölduvers af 28

48
0
Ístak með fyrstu steypuframkvæmd í Vaðölduveri í fyrradag, er steypt var undir fyrstu mylluna af 28. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við vindorku­ver Lands­virkj­un­ar, Vaðöldu­ver, sem til skamms tíma var kallað Búr­fells­lund­ur. Fyrstu steypu­fram­kvæmd­ir fóru fram í fyrradag er steypt­ar voru und­ir­stöður fyr­ir fyrstu myll­una af 28.

Þar vinn­ur Ístak að bygg­ingu ým­issa mann­virkja og má þar m.a. nefna krana­stæði, vinnusvæði fyr­ir vænt­an­leg­ar vind­myll­ur og und­ir­stöður fyr­ir þær sem og bygg­ingu safn­stöðvar. Alls eiga að rísa 28 vind­myll­ur í Vaðöldu­veri.

Í fram­kvæmd­un­um felst jafn­framt út­lögn á um 80 kíló­metr­um af strengj­um sem liggja munu á milli vind­myll­anna og safn­stöðvar­inn­ar. Því fylg­ir um­tals­verð jarðvinna.

Heimild: Mbl.is