
EM Orka segir byggingu vindorkugarðs í Garpsdal fela í sér 19 milljarða króna fjárfestingu.
Fyrirtækið EM Orka áformar að reisa vindorkugarð í Garpsdal í Reykhólahreppi fagnar ákvörðun Jóhanns Páls Jóhannssonar orkumálaráðherra um að leggja til að vindorkugarðurinn verði færður í nýtingarflokk til staðfestingar hjá alþingi í haust.
„Við hlökkum til að færa verkefnið nú yfir í byggingarfasa þar sem 19 milljarðar króna verða fjárfestir í Reykhólahreppi,“ segir í tilkynningu á vef EM Orku, sem er samstarfsverkefni Empower Renewables og Greenvolt sem var stofnað árið 2018.
Fyrirhugað verkefni samanstendur af 21 vindmyllu, hver með heildarhæð upp á 159,5 metra. Afköst hverrar myllu eru 4,2 MW sem gefur heildarframleiðslugetu upp á 88,2 MW. Danska fyrirtækið Vestas, einn stærsti vindumylluframleiðandi heims, mun útvega vindmyllurnar.
Vindmyllugarðurinn mun tengjast tengivirki í Geiradal , sem er í 6 km fjarlægð, með jarðstreng.
Félagið segir byggingu verkefnisins fela í sér fjárfestingu upp á 19 milljarða króna á Vestfjörðum, muni skapa 200 störf á byggingartímanum og 18 störf til langs tíma þegar verkefnið hefur verið tekið í notkun.
Auk venjulegra útsvarsgreiðslna muni verkefnið leggja til hliðar samfélagssjóð sem áætlaður er að nemi 18,6 milljónum króna á ári. Þessi sjóður verði greiddur beint til heimamanna ár hvert á meðan verkefnið stendur.
Þegar fjárfest fyrir 713 milljónir
Félagið segist hafa á síðustu sjö árum fjárfest fyrir 713 milljónir króna og haldið áfram að vinna að þúsundum klukkustunda þróunarvinnu sem nær yfir alla umhverfis-, félagslega og tæknilega þætti verkefnisins.
„[Það] hefur leitt til þess sem við teljum vera vindorkuver í heimsklassa sem mun veita orkunotendum á Íslandi áþreifanlegan ávinning fyrir komandi kynslóðir,“ segir í tilkynningunni.
„Við höfum verið af heilum hug á íslenskum markaði frá því að vinna hófst við verkefnið árið 2018. Upphaflega var unnin ítarleg áreiðanleikakönnun á landsvísu til að finna staðsetningu sem myndi valda sem minnstum áhrifum samhliða því að hafa kjör vind aðstæður fyrir vindorkugarð.“
EM Orka segist hafa lagt áherslu á að ráðfæra sig sið og unnið með hagsmunaaðilum hérlendis, sérstaklega heimamönnum í Reykhólahreppi. Tillaga orkumálaráðherra sé vitnisburður um það ítarlega vísindalega og trausta ferli sem félagið höfum fylgt undanfarin sjö ár sem hluti af þróunarferlinu.
„Við erum mjög ánægð með ákvörðun Jóhanns Páls um að leggja til að Garpsdalsverkefnið verði sett í nýtingarflokk. Þessi niðurstaða sýnir að opin og gagnsæ samskipti byggi upp varanlegt traust. Við erum sérstaklega ánægð fyrir hönd Reykhólahrepps, þessi fjárfesting mun skapa mörg atvinnu- og viðskiptatækifæri á staðnum og mun hafa jákvæð áhrif á bæði heimabyggð og samfélög í grennd,“ segir Ríkarður Örn Ragnarsson, verkefnastjóri Vindorkugarðs í Garpsdal.
Heimild: Vb.is