Uppsteypu á tengigangi á milli húss Heilbrigðisvísindasviðs og meðferðarkjarna ,sem þverar Burknagötuna, er að mestu lokið. Lokið hefur verið við að vatnsverja hliðar tengigangsins og einangra. Hafin er vinna við að fylla að honum, í framhaldi verður farið í vatnsvörn við plötubrún og fyllt yfir hann. Áætlað er að hægt verði að aka yfir hann í byrjun júlí.
„Að austanverðu við Læknagarð hefur staðið yfir vinna við að styrkja súlur, saga og brjóta inn í húsið þar sem nýbyggingin kemur að og tengist eldri byggingu. Áframhaldandi vinna er við gólfhitalagnir ásamt frárennslis-, dren-, loftræsi- og raflögnum. Uppsteypa er hafinn á veggjum fyrstu hæðar en hluti af veggjunum ná frá jarðhæð að annarri hæð og eru því tæplega 6 metra háir,“segir Jóhann Gunnar Ragnarsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Innanhússfrágangur verður boðinn út í upphafi árs 2026 og þegar viðbyggingin verður tilbúin mun starfsemi Læknagarðs flytjast yfir í nýja hlutann og eldri hlutinn verður allur tekinn í gegn og endurinnréttaður.
Heimild: NLSH.is