
Ingimundur Sveinsson, arkitekt og maðurinn sem teiknaði Perluna, eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kosið að nýlegri viðbyggingu sem hefur verið reist við Perluna hefði verið sleppt.
Hann hafði fengið veður af byggingunni frá forsvarsmönnum Perlunnar áður en hún reis þó svo að hann hafi ekki gert sér ferð á staðinn og skoðað hana í návígi. Ingimundur hefur þó séð bygginguna úr fjarlægð.
„Ég er nú ekki hrifinn af þessu en mér skilst að þetta sé nauðsynlegt fyrir reksturinn,“ segir Ingimundur.
Heimild: Mbl.is