Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 18.06.2025 Dælustöð og hreinsistöð við Hólmatún á Álftanesi ásamt þrýstilögnum fráveitu

18.06.2025 Dælustöð og hreinsistöð við Hólmatún á Álftanesi ásamt þrýstilögnum fráveitu

120
0

Verkið felst í því að grafa fyrir, koma fyrir og tengja saman dælustöð og hreinsistöð við Hólmatún á Álftanesi ásamt því að tengja afrennsli hreinsistöðvar við núverandi útrás. Verktaki skal annast jarðvinnu og leggja lagnir.

Hluti af verkinu felst í því að leggja nýja Ø355 PE SDR17 þrýstilögn frá tengipunkti við nýlagða en ótengda þrýstilögn í Breiðumýri og að hreinsivirki fráveitu.

Verktaki skal grafa fyrir lögnum, leggja lagnir, grafa fyrir mannvirkjum, koma þeim fyrir og fylla að þeim samkvæmt verklýsingu.

Þegar allri jarðvinnu og tengingum er lokið skal verktaki ganga frá yfirborði svæðisins og koma í samt horf því sem raskað var.

Útboðsgögn afhent: 28.05.2025 kl. 17:00
Skilafrestur 18.06.2025 kl. 12:00
Opnun tilboða: 18.06.2025 kl. 12:00