Home Fréttir Í fréttum Leggja til breytingar á kerfi sem virkar ekki

Leggja til breytingar á kerfi sem virkar ekki

15
0
Mynd: Mbl.is

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) legg­ur til að farið verði í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á eft­ir­liti með bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um hér á landi. Til­lög­urn­ar eru sett­ar fram í nýj­um Veg­vísi HMS að breyttu bygg­ing­ar­eft­ir­liti. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu.

Bygg­ing­argall­ar sem leiða til raka- og myglu­vanda­mála í ný­legu íbúðar­hús­næði, skrif­stofu­bygg­ing­um og öðrum mann­virkj­um eru reglu­lega til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi bygg­ing­ar­eft­ir­lits er ætlað að lág­marka galla en virkni eft­ir­lits­ins hef­ur reynst vera tak­mörkuð. Ný út­tekt HMS úr Mann­virkja­skrá sýn­ir að á ný­fram­kvæmd­um sem hóf­ust á ár­inu 2023 er yfir 70% út­gef­inna bygg­ing­ar­leyfa þar sem skil áfanga­út­tekta er veru­lega ábóta­vant. Sama gild­ir um stöðuskoðanir bygg­ing­ar­full­trúa.

Af­leiðing­ar bygg­ing­argalla geta verið mjög slæm­ar fyr­ir heilsu fólks og fjár­hag. Neyt­end­ur sitja uppi með mikið fjár­hags­legt tjón og rekst­ur stofn­ana og fyr­ir­tækja get­ur rask­ast veru­lega vegna slíkra mála.

Að mati HMS er nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag bygg­ing­ar­eft­ir­lits full­reynt og tími til kom­inn að bregðast við. Í veg­vís­in­um er gert ráð fyr­ir að bygg­ing­ar­stjóra­kerfið verði lagt niður og að bygg­ing­ar­eft­ir­lit fær­ist frá bygg­ing­ar­full­trú­um sveit­ar­fé­laga til fagaðila und­ir hatti óháðra skoðun­ar­stofa. Þá verði nú­ver­andi starfs­ábyrgðatrygg­ing­ar aflagðar og sér­stök bygg­ing­argalla­trygg­ing tek­in upp í staðinn, að danskri fyr­ir­mynd. Þetta mun auðvelda neyt­end­um að fá úr­lausn sinna mála þegar gall­ar koma í ljós.

Til­lög­urn­ar eru lagðar fram til rýni og áfram­hald­andi vinnslu í sam­starfi við hagaðila. Gert er ráð fyr­ir að bygg­ing­argalla­trygg­ing­in verði bund­in við íbúðar­hús­næði og gildi í tíu ár frá því að íbúð er tek­in í notk­un. Með henni verði tryggð ábyrgð verkeig­anda gagn­vart end­an­leg­um kaup­anda. Hönnuðir og iðnmeist­ar­ar beri áfram ábyrgð á sín­um verk­um gagn­vart verkeig­anda sam­kvæmt al­menn­um regl­um skaðabóta­rétt­ar. Gert er ráð fyr­ir að inn­leiða breyt­ing­arn­ar í tveim­ur skref­um þar sem byrjað er á breyttu fyr­ir­komu­lagi bygg­ing­ar­eft­ir­lits og í kjöl­far þess tekið upp nýtt fyr­ir­komu­lag trygg­inga.

Með áður­nefnd­um breyt­ing­um yrði til sann­gjarn­ara kerfi fyr­ir þá verkeig­end­ur (verk­taka og fjár­festa), iðnmeist­ara og hönnuði sem standa sig vel og neyt­end­ur væru bet­ur varðir. Hag­kvæmni og skil­virkni bygg­ing­ariðnaðar­ins myndi aukast, hús yrðu vandaðri og kostnaður við bygg­ingu og viðhald húsa lægri til lengri tíma litið.

Gert er ráð fyr­ir að kostnaður af til­lög­un­um verði met­inn. Við það mat verður tekið til­lit til þess kostnaðar sem fell­ur niður sam­hliða þ.e. kostnaðar við bygg­ing­ar­stjóra­kerfið og vegna starfs­ábyrgðatrygg­inga. Einnig verði met­inn þjóðhags­leg­ur ávinn­ing­ur breyt­ing­anna. Miðað við kostnað af bygg­ing­ar­göll­um á Norður­lönd­um gæti kostnaður vegna bygg­ing­argalla á Íslandi numið að minnsta kosti 25 millj­örðum króna á árs­grund­velli.

Heimild: Mbl.is