Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna verkefnisins: Varmárskóli, vesturálma – Ný steypt botnplata.
Um er að ræða framkvæmdir við vesturálmu Varmárskóla sem snúa að broti og förgun á botnplötu, uppbyggingu innan á útveggjum, léttum innveggjum, kerfisloftum og innréttingum í eldri hluta kjallarans. Að broti og niðurrifi loknu skal svo steypa nýja botnplötu.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
- Brot/sögun og förgun botnplötu 370,0 m2
- Rif og förgun léttra innveggja 140,0 m2
- Rif og förgun lofta 380,0 m2
- Rif og förgun tæknikerfa 410,0 m2
- Rif og förgun fastra innréttinga 46,8 m
- Fylling 410,0 m2
- Einangrun undir botnplötu 410,0 m2
- Járnbending 5.600 kg
- Steypa 58 m3
- Yfirborðsmeðhöndlun botnplötu 410 m2
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti í gegnum mos@mos.is frá og með kl. 10:00 þann 9. maí 2025.
Vettvangsskoðun verður haldin þann 15. maí 2025.
Tilboðum skal skila á mos@mos.is eigi síðar en kl. 11:00 föstudaginn 23. maí 2025.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.