Nýjasta bygging Hólabrekkuskóla er lokuð vegna meiri háttar viðhalds og endurbyggingar. Áætlaður heildarkostnaður er um 500 milljónir króna.
Verklok verða í apríl 2026 og húsnæðið tekið í notkun um haustið. Þessi yngsti hluti skólabygginga á lóðinni var tekinn í notkun 2002 og hefur því aðeins enst í 22 ár.
Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að um sé að ræða fyrsta áfanga framkvæmda við Hólabrekkuskóla sem samanstendur af fjórum húsum. Fyrsti áfangi framkvæmda tekur til syðsta húss skólans, sem jafnframt er yngst húsanna fjögurra.
Heimild: Mbl.is