Home Fréttir Í fréttum Byggingarréttur í Dalshverfi boðinn út

Byggingarréttur í Dalshverfi boðinn út

59
0

Reykjanesbær hefur auglýst útboð á byggingarrétti raðhúsalóða við Álfadal og fjölbýlishúsalóða við Trölladal og Dvergadal í Dalshverfi. Lóðirnar eru í suðurhluta 3. áfanga hverfisins, sem staðsett er austast í bænum.

Opnað var fyrir útboð 16. apríl og verða tilboð sem berast fyrir 4. maí tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. maí 2025. Í auglýsingu kemur fram að lágmarksboð í byggingarétt er 35.000 kr á fermetra og gatnagerðargjöld greiðast samkvæmt gjaldskrá.

Heimild: Vf.is