Home Fréttir Í fréttum Flugmenn telja nýju stæðin of þröng

Flugmenn telja nýju stæðin of þröng

41
0
Nýju flugvélastæðin við austurálmu flugstöðvarinnar í Keflavík, sem flugmenn telja of þröng en Isavia segir að þau séu samkvæmt stöðlum. mbl.is/Karítas

Að mati flug­manna eru flug­véla­stæðin held­ur þröng við hina nýju 25 þúsund fer­metra austurálmu flug­stöðvar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Að þeirra sögn virðist hönn­un þess­ara stæða hafa mis­far­ist, þar sem erfitt er vegna þrengsla að koma nauðsyn­leg­um tækj­um og búnaði fyr­ir til að þjón­usta flug­vél­arn­ar.

Heild­ar­kostnaður Isa­via vegna verks­ins er um 30 millj­arðar króna, en með opn­un álm­unn­ar jókst flat­ar­mál flug­stöðvar­inn­ar um 30 þúsund fer­metra. Við bætt­ust sex ný brott­far­ar­hlið, þar af fjög­ur með land­gangi.

Hönn­un­in ger­ir ráð fyr­ir að flug­véla­stæðin geti ým­ist sinnt tveim­ur breiðþotum eins og Boeing 767 eða fjór­um minni flug­vél­um eins og Boeing 737 Max. Flug­véla­stæði eins og þessi eru jafn­an hönnuð fyr­ir vél­ar með 36 metra væng­haf.

Flug­menn sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við telja að um­rædd stæði séu und­ir þeim mörk­um enda virðist erfitt að at­hafna sig við þau.

Heimild: Mbl.is