Home Fréttir Í fréttum Byggja nýjan leik­skóla við Skólatröð í Kópavogi

Byggja nýjan leik­skóla við Skólatröð í Kópavogi

63
0
Nýr leikskóla rís við Skólatröð sem verður tekinn í notkun 2027. Mynd/ASK arkitektar.

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026.

Í leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum tveggja til sex ára og miðað er við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins. Gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu stöðugildum í leikskólanum.

Það eru ASK arkitektar sem hönnuðu húsið og er hönnunarstjóri Guðrún Ragna Yngvadóttir. Framkvæmd er í höndum Sérverks og mun Verksýn sjá um eftirlitið.

Heimild: Kopavogur.is