Home Fréttir Í fréttum Fá 8,7 milljóna króna styrk frá Vegagerðinni

Fá 8,7 milljóna króna styrk frá Vegagerðinni

97
0
Björk Úlfarsdóttir, nýsköpunarstjóri Colas. Ljósmynd: Aðsend mynd

Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar hefur veitt Colas tvo styrki upp á samtals 8,7 milljónir króna til að rannsaka mýkingarmark biks og malbiksblanda með lífbindiefni.

Samkvæmt tilkynningu fara 4,2 milljónir í að rannsaka áhrif mýkingarmarks á sumarblæðingar og munu 4,5 milljónir fara í að halda áfram að rannsaka lífbindiefni í malbiki.

Björk Úlfarsdóttir, nýsköpunarstjóri Colas, segir að fyrirtækið ætli að þróa nokkrar mismunandi þjálbiksblöndur með mismunandi biktegundum og hlutfalli af íblöndunarefnum.

„Þær verða síðan prófaðar með tilliti til mýkingarmarks, seigju, stungudýptar og viðloðunar við steinefni. Síðan ætlum við í samstarfi við Borgarverk að leggja út prófunarkafla með þeim þjálbiksblöndum sem koma best út úr forprófunum,“ segir Björk.

Hún segist vera með þá kenningu að mýkingarmarkið hafi veruleg áhrif á klæðingar að sumarlagi. Þá sé tilgangur verkefnisins að hanna þjálbiksuppskrift með hærra mýkingarmark í von um að minnka líkurnar á sumarblæðingum á vegum landsins.

Heimild: Vb.is