Tilkynnt var um vinnuslys í Árbænum í dag þar sem borvél datt ofan af vinnupalli og stakkst í læri á viðkomandi.
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar.
Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni hennar frá klukkan 5 í morgun og til klukkan 17 í dag.
Ekki koma fram frekari upplýsingar um slysið eða líðan mannsins.
Heimild: Mbl.is