Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við viðbyggingu Múlans á Neskaupstað ganga mjög vel

Framkvæmdir við viðbyggingu Múlans á Neskaupstað ganga mjög vel

39
0
Mynd: Múlinn Samvinnuhús
Framkvæmdir við viðbyggingu Múlans ganga mjög vel og nálgast nú lokametrana.
Lerkiklæðning er komin á vesturhlið hússins og farin að teygja sig yfir á suðurhliðina. Í framhaldi kemur svo álklæðning, svört og gul, á lægri bygginguna sem skagar fram úr þeirri hærri.
Mynd: Múlinn Samvinnuhús
Inni er nánast lokið við að mála veggi, langt komið með að leggja stofnlagnir fyrir rafmagn og byrjað að setja upp tenglarennur á veggi. Það styttist í uppsetningu og frágangi ljósa í loftin.
Mynd: Múlinn Samvinnuhús
Uppsetning kerfislofta er hafin og verið er að ljúka frágangi á loftræstikerfi í skrifstofurýmin.
Mynd: Múlinn Samvinnuhús
Eftir helgi verður byrjað að leggja út gólfefni og þá styttist í að hægt verði að setja upp glerveggi og innihurðar. Uppsetning lyftu mun svo hefjast þegar gólfefni eru frágengin.
Samvinna verktaka er til fyrirmyndar og allir leggja sig fram um að skila góðu verki.