Home Fréttir Í fréttum Heimilt að stækka Sigöldustöð

Heimilt að stækka Sigöldustöð

29
0
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við stöðina og hún stækkuð um 65 megavött. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki haustið 2028. mbl.is/Sigurður Bogi

Haf­in er vinna við stækk­un Sigöldu­stöðvar sem er ein af sjö vatns­afls­stöðvum Lands­virkj­un­ar á Þjórsár­svæðinu.

Um er að ræða stækk­un um allt að 65 MW (mega­vött) með því að bæta við fjórðu vél­inni í inntaks­mann­virki, sem og fjórðu þrýsti­píp­unni. Eft­ir stækk­un er gert ráð fyr­ir að virkj­un­in skili allt að 215 MW afli, í stað þeirra 150 MW sem hún býr nú að.

Stöðin, sem var tek­in í notk­un árið 1978, var hönnuð á þann veg að hægt yrði að stækka hana síðar. Fyrsta útboð vegna fram­kvæmd­anna verður haldið í þess­ari viku.

Lands­virkj­un hef­ur nú fengið tvö fram­kvæmda­leyfi vegna Sigöldu, að sögn Ragn­hild­ar Sverr­is­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa.

Ann­ars veg­ar var veitt leyfi 27. fe­brú­ar sl. vegna und­ir­bún­ings­verk­efna og hins veg­ar leyfi 7. mars sl. vegna stækk­un­ar­inn­ar sjálfr­ar.

Kæra veld­ur ekki frest­un
Þessi fram­kvæmda­leyfi eru kær­an­leg til úr­sk­urðar­nefnd­ar um um­hverf­is- og auðlinda­mál, en kæru­frest­ur­inn er einn mánuður frá því að leyfi var veitt. Hægt er að kynna sér leyf­in og gögn þeim tengd á skipu­lags­gatt.is.

Kæra kem­ur ekki í veg fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist, seg­ir Ragn­hild­ur.

Byrjað verður á und­ir­bún­ingi af ýms­um toga. Síðar í þess­um mánuði eða í byrj­un apríl verður haf­ist handa við vatns­öfl­un fyr­ir vinnu­búðasvæði. Gert er ráð fyr­ir að starfs­fólk Lands­virkj­un­ar og verk­taka á svæðinu verði sam­tals um 140 þegar flest verður.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is