Home Fréttir Í fréttum Nóg að gera í kerasmíðum fyrir landeldi

Nóg að gera í kerasmíðum fyrir landeldi

54
0
Unnið hefur verið hörðum höndum hjá Trefjum við framleiðslu botnstykkja fyrir lendeldi First Water í Þorlákshöfn. Ljósmynd/Aðsend

Trefjar í Hafnar­f­irði ann­ast smíði á botnstykkj­um í lax­eldisker fyr­ir land­eld­is­fé­lagið First Water og fór fram fyrsta af­hend­ing í Þor­láks­höfn á dög­un­um, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Verk­efnið kem­ur í fram­haldi af smíði 400 rúm­metra kera fyr­ir seiðaeldi fé­lags­ins og 750 rúm­metra ker fyr­ir áframeldið.

„Í þess­um áfanga erum við að af­henda fimm mis­mun­andi hluti úr trefjaplasti sem sett­ir eru sam­an í eitt. Botnstykkið mynda nokk­urs kon­ar niður­fall sem notað er til að viðhalda hringrás vatns­ins og flytja lif­andi fisk,“ er haft eft­ir Óskari Hafn­fjörð Auðuns­syni for­stjóra Trefja í til­kynn­ing­unni.

Mikið álag

Á síðasta ári náði First Water þeim áfanga að fram­leiða þúsund­asta tonnið af laxi. Fyrsta slát­urn átti sér stað 2023. Mark­mið fé­lags­ins er að ná að koma fram­leiðslunni upp í 50 þúsund tonn á ári hverju.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Trefja að hröð upp­bygg­ing First Water hafi kallað á mikla vinnu.

„Skamm­ur af­hend­ing­ar­tími get­ur verið krefj­andi en þá leggj­ast bara all­ir á ár­arn­ar. Til að láta svona verk­efni ganga upp þarf mörg hand­tök. Að verk­efn­inu koma á ann­an tug manna sem sinna ólík­um verkþátt­um, svo sem, hönn­un, inn­kaup­um og gæðaeft­ir­liti áður en sjálf fram­leiðslan hefst. Það er tals­verð handa­vinna sem felst í að sníða mott­ur úr trefj­um, leggja þær á mót­in, mála, pússa og ganga frá til af­hend­ing­ar,“ seg­ir Óskar í til­kynn­ing­unni.

Fram kme­ur að Trefjar hafi fjár­fest í fimm-ása CNC-fræs­ing­ar­vél til að bæta og hraða fram­leiðslu­ferli. „Slík vél ger­ir okk­ur kleift að sér­smíða flókna íhluti á stutt­um tíma á ná­kvæm­an hátt. Þannig get­um við mætt þörf­um viðskipta­vina enn bet­ur og er hluti af þeirri tækni- og sjálf­virkni­væðingu sem við stönd­um frammi fyr­ir núna.“

Heimild: Mbl.is/200milur