Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi – Vesturhlið, gluggar og klæðning 2025.
Um er að ræða gluggaskipti og klæðningu á vesturhlið nýrri hluta við grunnskólann á Hofsósi. Þar með talið, efniskaup, rif/förgun, undirkerfi, einangrun veggja og sökkla, frágangur, o.fl.
Opnunardagur tilboða er 21. mars 2025.
Verkinu í heild skal lokið 15. ágúst 2025.
Verðfyrirspurnargögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 5. mars 2025. Óska skal eftir gögnum í tölvupósti á netfangið hallgrimur@stodehf.is.
Heimild: Skagafjörður