Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Leikskólinn Áshamar – „Virkilega fallega hannaður og flottur“

Leikskólinn Áshamar – „Virkilega fallega hannaður og flottur“

60
0
Mynd: Hafnarfjordur.is

Mikil spenna er fyrir nýja leikskólaum Áshamri í Hafnarfirði. Bæjarstjóri leit eftir framkvæmdunum í vikunni sem eru á áætlun og stefnt á að opna skólann í byrjun apríl.

Leikskólinn Áshamar mun rúma 120 börn
Framkvæmdum við glænýjan leikskóla Áshamar í Hamraneshverfi miðar samkvæmt áætlun. Stefnt er að því að opna hann í byrjun apríl. Útinám og hæglæti í starfi verður áherslan í leikskólanum sem staðsettur að Áshamri 9. Þar eru laust og börnin velkomin.

Bæjarstjóri og forsvarsfólk mennta- og lýðheilsusviðs bæjarstjóra heimsóttu leikskólann og skoðuðu framkvæmdir í vikunni. Ljóst er að mikil spenna er fyrir gullfallegu húsnæðinu. Þar verður pláss fyrir 120 börn og skólinn sá 19. í bæjarfélaginu.

Mynd: Hafnarfjordur.is

„Virkilega fallega hannaður og flottur skóli sem á eftir að halda vel utan um börnin og starfsfólkið. Byggingin er nýlunda hér á landi en ekki hefur áður verið byggður leikskóli með þessum hætti. Þetta er klárlega eitthvað sem við eigum eftir að nýta meira í framtíðinni,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri sem leit eftir framkvæmdunum í vikunni.

„Skólastarf hefst í leikskólanum í byrjun apríl og ég hlakka til að fylgjast með skólanum vaxa og dafna. Umhverfið er einstaklega glæsilegt, hentar vel til útináms. Stefnan sem Framtíðarfólk ehf. hefur sett samræmist afar vel staðsetningunni og náttúrunni í kring. Ég hlakka til samstarfsins við alla þá sem koma að skólanum.“

Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. rituðu undir þjónustusamning um rekstur leikskólans í janúar.

Mynd: Hafnarfjordur.is

Fallega hannaður fyrir börnin
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir skólann fallega hannaðan með björtum og rúmgóðum rýmum. „Það skapar hlýlegt og hvetjandi umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Vítt er til veggja en það gefur börnunum frelsi í  leik og sköpun í þessa fjölbreyttu umhverfi sem Hamranesið er,“ segir hún eftir heimsóknina.

„Skólinn hefur mikla möguleika til að nýta umhverfið sem þriðja kennarann með vel skipulögðum björtum svæðum og stórri skólalóð sem býður upp á mikla tengingu við náttúruna og hreyfingu. Þetta stuðlar að vellíðan barnanna, þar sem þau fá bæði nægt rými til að kanna umhverfi sitt og öruggan vettvang til að þroskast í gegnum leik.“

Mynd: Hafnarfjordur.is

Hvetjandi umhverfi
Fanney segir nýja skólann skipta hafnfirskar fjölskyldur í samfélagið í Hamranesi miklu. „Stór og vel skipulögð skólalóðin býður upp á fjölbreytta hreyfingu og tengingu við náttúruna, sem styrkir bæði líkamlega og félagslega færni barnanna.“

Hún segir húsnæðið veita starfsfólki einstaklega góðar starfsaðstæður sem séu í takti við nútíma áherslur í leikskólastarfi. „Góðar starfsaðstæður fyrir starfsfólk tryggja að börnin fá stuðning frá fagfólki sem hefur bæði nægt svigrúm og aðstöðu til að veita gæðamenntun,“ segir hún.

Heimild: Hafnarfjordur.is