Home Fréttir Í fréttum NIB veitir Heimum fjármögnun

NIB veitir Heimum fjármögnun

20
0
Ljósmynd/Aðsend

Fast­eigna­fé­lagið Heim­ar hafa und­ir­ritað lána­samn­ing við Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ann. Lánið er til 12 ára að fjár­hæð 4,5 millj­arða króna og er verðtryggt.

Lánið er veitt til fjár­mögn­un­ar á þrem­ur sjálf­bær­um og mik­il­væg­um innviðaverk­efn­um Heima: heilsukjarn­an­um Sunnu­hlíð á Ak­ur­eyri, stækk­un á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni í Reykja­vík og að reisa Silf­ursmára 12, sem er ný um­hverf­is­vottuð skrif­stofu­bygg­ing í Kópa­vogi.

Sunnu­hlíð 12 – end­ur­bæt­ur

Und­an­far­in ár hafa Heim­ar verið að umbreyta fyrr­um versl­un­ar­miðstöð í nú­tíma­lega 4.830 m² heil­brigðis- og læknamiðstöð, með 820 m² viðbygg­ingu. Hús­næðið hýs­ir nú bæði op­in­bera og einka­rekna heil­brigðisþjón­ustu og er eina sér­hæfða heilsu­gæslu­stöðin á svæðinu, sem dreg­ur m.a. úr þörf sjúk­linga fyr­ir að ferðast til Reykja­vík­ur. Húsið var tekið í fulla notk­un í júní 2024 og hef­ur starf­sem­in í hús­inu orðið lyk­ilþátt­ur í heil­brigðisþjón­ustu á Norður­landi.

Sól­tún 2 – Stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is

Lánið mun einnig fjár­magna stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns í Reykja­vík en stærð þess verður auk­in úr 6.870 m² í 10.360 m² og munu 67 ný hjúkr­un­ar­rými bæt­ast við þau 92 sem fyr­ir eru. Fram­kvæmd­irn­ar munu hafa í för með sér end­ur­nýj­un á hjúkr­un­ar­heim­il­inu og kem­ur til með að mæta vax­andi eft­ir­spurn eft­ir hjúkr­un­arþjón­ustu fyr­ir eldri borg­ara. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist á ár­inu 2025 og er áætlað að þeim ljúki seint á ár­inu 2027.

Silf­ursmári 12 – skrif­stofu­hús­næði

Þá mun lánið fjár­magna fram­kvæmd­ir Heima við bygg­ingu skrif­stofu­hús­næðis að Silf­ursmára 12, Kópa­vogi, í ná­grenni við Smáralind. Um er að ræða nýtt og glæsi­legt skrif­stofu-, versl­un­ar- eða þjón­ustu­rými á besta stað í Smár­an­um í miðju höfuðborg­ar­svæðis­ins. Hús­næðið kem­ur til með að bjóða upp á fjöl­breytta mögu­leika fyr­ir fyr­ir­tæki sem vilja nýta sér sterka staðsetn­ingu, frá­bæra aðstöðu og sveigj­an­legt skipu­lag. Áætlað er að fram­kvæmd­un­um ljúki haustið 2025.

Haft er eft­ir André Küüsvek, for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra NIB, að hann sé afar ánægður með að gefa út fyrsta ISK skulda­bréf NIB í tvo ára­tugi og þakk­ar fjár­fest­um fyr­ir sterk­an áhuga.

„Með því að styðja þessi fast­eigna­verk­efni erum við að skapa nauðsyn­lega innviði sem bæta heil­brigðisþjón­ustu, auka aðstöðu fyr­ir eldri borg­ara og efla efna­hags­lega starf­semi á Íslandi,“ er haft eft­ir André í til­kynn­ingu.

Haft er eft­ir Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, for­stjóra Heima, að hann sé afar ánægður með að skýr stefna Heima og fram­kvæmd henn­ar á und­an­förn­um árum fái viður­kenn­ingu frá einni fremstu fjár­mála­stofn­un Norður­landa og Eystra­salts­ríkja.

„Með vax­andi áhuga er­lendra fjár­festa er þessi áfangi mik­il­væg­ur til að auka fjöl­breytni í fjár­mögn­un okk­ar og styðja áfram­hald­andi arðbær­an vöxt kjarn­a­starf­semi okk­ar,“ er haft eft­ir Hall­dóri í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is