Home Fréttir Í fréttum Umdeildur verslunarkjarni á Siglufirði

Umdeildur verslunarkjarni á Siglufirði

11
0
Uppbyggingin yrði norðan smábátahafnar og vestan Rauðku-svæðis. Langbygging vísar í austur-vestur en þær styttri raðast í norður-suður. Mynd/T. ark arkitektar

Eng­in sátt er um breyt­ing­ar­til­lögu á deili­skipu­lagi miðbæj­ar Siglu­fjarðar sem T. ark arki­tekt­ar unnu fyr­ir hönd Sam­kaupa hf. og KSK eigna ehf. en í henni er gert ráð fyr­ir versl­un­ar­kjarna þar sem nú er tjaldsvæði fyr­ir ferðavagna, við hlið Rauðku-svæðis­ins.

<>

Til­lag­an var kynnt á opn­um íbúa­fundi 6. nóv­em­ber og fór í kjöl­farið í skipu­lags­gátt en frest­ur til at­huga­semda var til og með 2. janú­ar. Alls bár­ust 32 um­sagn­ir, jafnt frá ein­stak­ling­um sem stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um, og sitt sýn­ist hverj­um.

Frest­ur fram í fe­brú­ar

Ásgeir Ásgeirs­son arki­tekt og einn eig­enda T. ark arki­tekta seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið lítið að frétta af mál­inu. Um­sagn­ir hafi borist sem verið sé að fara yfir í ró­leg­heit­un­um.

„Skipu­lags­mál eru þannig að menn vilja bara anda með nef­inu og eru að fara yfir þetta í ró og næði – sjá hvað er hægt að koma til móts við,“ seg­ir Ásgeir. Það sé í raun und­ir­bún­ing­ur fyr­ir að svara um­sögn­un­um því að það beri að svara hverju ein­asta bréfi. Til þess hef­ur arki­tekt­inn tíma fram í fe­brú­ar þegar fundað verður í skipu­lags- og um­hverf­is­nefnd Fjalla­byggðar.

Ákvörðun sveit­ar­fé­lags­ins

„Sveit­ar­fé­lagið tek­ur á því hvort haldið verði áfram eða ekki. Skipu­lags­ráð fær svör­in og samþykk­ir ef það er til í að halda mál­inu áfram eða það gæti hrein­lega sagt að það vilji ekki halda mál­inu áfram,“ lýs­ir Ásgeir.

Seg­ir hann að á skipu­lags­stigi séu aðeins gerðar gróf­ar til­lög­ur að bygg­ingu til að hægt sé að átta sig á því hvernig hún gæti litið út og að ekki eigi að horfa of mikið í út­lit, efn­is­val eða annað.

Á skipu­lags­stigi snú­ist hlut­irn­ir meira um staðsetn­ingu og um­fang sem og hæð bygg­inga, staðsetn­ingu bíla­stæða og annað. T. ark arki­tekt­ar og KSK eign­ir gera ráð fyr­ir lág­reist­um hús­um og að bygg­ing­arn­ar verði aldrei hærri en þær sem eru þegar í næsta ná­grenni.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is