![02.01.2025 Smiðja](https://byggingar.is/wp-content/uploads/2025/01/02.01.2025-Smidja-640x427.jpg)
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis segir titrings gæta í fundarherbergi á fimmtu hæð í Smiðju, skrifstofuhúsnæði Alþingis, þegar þung farartæki fara harkalega yfir hraðahindrun í Vonarstræti.
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis segir titrings gæta í fundarherbergi á fimmtu hæð í Smiðju, skrifstofuhúsnæði Alþingis, þegar þung farartæki fara harkalega yfir hraðahindrun í Vonarstræti.
Jarðarskjálftahrina reyndist vera hönnunargalli
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag að þegar hún fundaði ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í Smiðju hefðu þær haldið að jarðskjálftar dyndu yfir. Svo reyndist ekki vera og sagði Inga í greininni ástæðuna hönnunargalla í Smiðju.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.