Home Fréttir Í fréttum Íbúðablokk kemur í stað bensínstöðvar

Íbúðablokk kemur í stað bensínstöðvar

41
0
Hér má sjá lóðina sem um ræðir en hún er býsna stór. Ljósmynd/Yrki arkitektar

Meiri­hluti skipu­lags­ráðs Kópa­vogs­bæj­ar samþykkti á fundi ráðsins í byrj­un mánaðar­ins að haf­in yrði vinna við breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og deili­skipu­lagi vegna lóðar á Ný­býla­vegi 1. Áður stóð til að þar yrði þjón­ustu­stöð/​bens­ín­stöð en horfið hef­ur verið frá þeim hug­mynd­um og er nú stefnt að því að þar verði íbúðablokk.

<>

Útlit er fyr­ir að málið geti orðið um­deilt í sveit­ar­fé­lag­inu og einn íbúa í Lundi, Guðmund­ur Jó­els­son, seg­ir til að mynda í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu að sam­tök íbúa í Lundi fylg­ist grannt með mál­inu. Hon­um líst ekki á blik­una og við fyrstu sýn sé „rétt­ur þeirra sem búa í Lund­ar­hverf­inu fót­um troðinn.“

Blokk­irn­ar í Lund­in­um eru háar og marg­ir með gott út­sýni.

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Klasi á lóðina og hygg­ur á bygg­ingu íbúða, en lóðin var áður í eigu Olís. Breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi voru samþykkt­ar með fimm at­kvæðum gegn tveim­ur á fundi skipu­lags­ráðs.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is