Home Fréttir Í fréttum Horfa út fyrir Reykjavík vegna bílstæðaskorts

Horfa út fyrir Reykjavík vegna bílstæðaskorts

12
0
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks sem er með íbúðir í sölu í Gróttubyggð. Samsett mynd

Gylfi Gísla­son, fram­kvæmda­stóri Já­verks, tel­ur það ekki nokkr­um vafa und­ir­orpið að spurn eft­ir íbúðum þar sem bíla­stæði fylg­ir sé meiri en eft­ir íbúðum þar sem ekk­ert bíla­stæði fylg­ir, eða þau til sölu eða leigu.

<>

Já­verk er með íbúðir í Gróttu­byggð til sölu og þar hafa 33 íbúðir af 63 selst. Hann seg­ir söl­una með ágæt­um miðað við ár­ferði. Næg bíla­stæði fylgja íbúðunum að sögn hans.

Bæði eru blokka­r­í­búðir og íbúðir í fjór­býl­um í sölu. Í fjór­býl­is­hús­un­um eru tólf íbúðir og eru átta þeirra seld­ar.

Til sam­an­b­urðar hef­ur verið tregða á sölu á íbúðum í Reykja­vík þar sem skort­ur á bíla­stæðum er sagður fæla kaup­end­ur frá.

Kvaðir eru söl­unni til trafala
„Við finn­um fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn á þeim stöðum þar sem bíla­stæði fylgja, ólíkt því sem er í Reykja­vík,“ seg­ir Gylfi en svo virðist sem sala þar gangi hæg­ar vegna kvaða sem Reykja­vík setti á bygg­ingu íbúðanna.

Vís­ar hann þar til reglu­gerðar sem kveður á um að há­marki megi vera 0,7 bíla­stæði á hverja íbúð í ný­bygg­ing­um í Reykja­vík.

Hann seg­ir sölu á íbúðum í Gróttu­hverfi eft­ir vænt­ing­um og að taka verði með í reikn­ing­inn að tveir þriðju hluti íbúðanna verði ekki til­bún­ar til af­hend­ing­ar fyrr en í apríl.

„Ég er ekki að miða þetta við það þegar við seld­um heilu fjöl­býl­in á ein­um degi, en þetta er fín­asta sala,“ seg­ir Gylfi.

Sím­töl­um fjölgaði þegar eign­ir í Reykja­vík fóru í sölu
Já­verk er einnig í stóru upp­bygg­ing­ar­verk­efni í Traðarreit í Kópa­vogi. Þar fylgja næg bíla­stæði.

Að sögn hans fjölgaði sím­töl­um til fyr­ir­tæk­is­ins til muna þar sem spurt var um íbúðir þar eft­ir að stór verk­efni á þétt­ing­ar­reit­um í Reykja­vík fóru í sölu.

„Ég er ekki byrjaður að selja þess­ar eign­ir þannig að ég get ekk­ert full­yrt um að þetta muni breyta öllu. En mér sýn­ist á öllu að þess­ar kvaðir í Reykja­vík hafi áhrif. Ég finn al­veg eft­ir­spurn­ina sem er í Gróttu­hverfi og líka í Kópa­vogi. Þetta er frá fólki sem er að skoða nýj­ar eign­ir,“ seg­ir Gylfi.

Bíl­arn­ir verði ein­hvers staðar að vera
Nokkr­ar þak­í­búðir í Traðar­hverfi fara í sölu fyr­ir jól­in en flest­ar koma þær á markað í fe­brú­ar.

Sjálf­ur seg­ist hann afar hlynnt­ur öðrum ferðamát­um en með einka­bíln­um.

„Þó að von­andi verði einka­bíll­inn minna notaður, þá held ég að fólk vilji eiga bíla áfram og þeir verða ein­hvers staðar að vera,“ seg­ir Gylfi.

Heimild: Mbl.is