Home Fréttir Í fréttum 13.12.2024 Forval fyrir hönnunarsamkeppni um menningarhús í Skagafirði

13.12.2024 Forval fyrir hönnunarsamkeppni um menningarhús í Skagafirði

104
0
Faxatorg á Sauðárkróki. Mynd: Skagafjörður

Menningarhús í Skagafirði
Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði

<>

Hönnunarsamkeppni – Forval

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir umsóknum hönnunarhóps um þátttökurétt í lokaðri hönnunarsamkeppni vegna nýs Menningarhúss í Skagafirði að Faxatorgi á Sauðárkróki. Nýtt menningarhús mun annars vegar samanstanda af endurgerðu núverandi Safnahúsi og hins vegar nýbyggingu, samtals 2.241 m2.

Forvalsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/  frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2024.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en föstudaginn 13. desember kl. 14:00.