Home Fréttir Í fréttum Leki í Eddu: Handritin ekki enn verið flutt

Leki í Eddu: Handritin ekki enn verið flutt

52
0
Handritin hafa ekki enn verið flutt í Eddu, hús íslenskra fræða. mbl.is/Hari

Leki kom upp ný­verið á kaffi­stofu í Eddu, nýju húsi ís­lenskra fræða.

<>

Óskar Jós­efs­son, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu – Rík­is­eigna, seg­ir lek­ann hafa komið fram í rakaþétt­ingu loftræsti­kerfa þegar verið var að prufu­keyra og fínstilla kerf­in.

Ekki bil­un og í raun ekki leki
„Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið bil­un og í raun og veru ekki leki, held­ur rakaþétt­ing í loftræsti­kerf­inu sem kom fram í prufu­keyrslu, þegar sam­stæðan slökkti á sér.“

Hand­rit­in hafa ekki enn verið flutt í Eddu, hús ís­lenskra fræða. Óskar seg­ir það vera vegna of hás raka­stigs í ný­lega steyptu hús­inu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is