Mjög mikill áhugi virðist fyrir kaupum á afhelgaðri kirkju í danska þorpinu Nyrup á Sjálandi. Danska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasalanum Peter Due að væntanlegir kaupendur verði að hafa hraðar hendur við tilboðsgerð enda hafa vel á fimmta tug skráð sig á opið hús.
Verðmiðinn er tæpar 2,2 milljónir danskra króna eða tæpar 42 milljónir íslenskar. Kirkjan var byggð árið 1909 og stækkuð 1972. Með í kaupunum fylgja allir kirkjubekkir, skírnarfontur og orgel kirkjunnar.
Heimild: Ruv.is