Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Mánuður í að framkvæmdum við Eskifjarðarskóla ljúki

Mánuður í að framkvæmdum við Eskifjarðarskóla ljúki

31
0
Mynd: Austurfrett.is

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa haldið áfram í sumar við grunnskólann á Eskifirði, en þær hófust í byrjun árs 2023 eftir að staðfest var að mygla væri í húsnæðinu. Vinnunni á að ljúka um miðjan október.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð hefur frá áramótum verið unnið við að skipta glugga, einangra og klæða húsið að utan.

Eftir að skólahaldi lauk í vor hefur verið unnið að því að endurnýja þakdúk og setja nýtt þakjárn á austurþekjuna. Að vestanverðu er búið að fjarlægja þakglugga, gera nýtt burðarvirki og skipta um allt þakjárn.

Innan dyra er búið að einangra nýja loftið, setja dúk, rafmagnsgrind og lagnir. Loftklæðning á að vera komin upp um miðjan október og verkinu þar með lokið.

Heildarkostnaður við viðgerðirnar er áætlaður 256 milljónir króna. Þar af féllu 110 milljónir til í fyrra en 146 milljónir í ár.

Heimild: Austurfrett.is