Home Fréttir Í fréttum „Hann sturtaði úr pallinum og ók á lögreglubílinn“

„Hann sturtaði úr pallinum og ók á lögreglubílinn“

142
0
Maðurinn var handtekinn í kjölfarið. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaður vöru­flutn­inga­bíls var hand­tek­inn í gær á Vill­inga­holts­vegi eft­ir að hafa sturtað möl úr palli bíls­ins á veg­inn og keyrt að því loknu á lög­reglu­bíl.

<>

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þor­steinn Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, að lög­regla hafi verið á veg­in­um að sinna eft­ir­liti með at­vinnu­tækj­um þar sem hún meðal ann­ars kann­ar farm tækj­anna og þyngd hans.

Þor­steinn seg­ir eng­an hafa slasast. Ljós­mynd/​Aðsend

Þar var ökumaður­inn stöðvaður og virðist hafa brugðist illa við.

„Viðbrögðin voru svona. Hann sturtaði úr pall­in­um og ók á lög­reglu­bíl­inn,“ seg­ir Þor­steinn.

Þannig að þeir stoppa hann þarna af því að þeir eru að sinna eft­ir­liti og hann hef­ur bara tekið því svona illa, ökumaður­inn?

„Hvað það hef­ur verið ná­kvæm­lega – alla vega voru viðbrögðin þessi.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Eng­inn slasaðist
Þor­steinn seg­ir sem bet­ur fer eng­an hafa slasast við at­vikið og að maður­inn hafi verið hand­tek­inn.

„Þegar lög­reglu­mönn­um er al­mennt ógnað á þenn­an hátt og þeim sýnd­ir ein­hverj­ir of­beld­istil­b­urðir þá er eitt sem ger­ist og það er að menn eru svipt­ir frelsi í ein­hvern tíma.“

Um fram­hald máls­ins seg­ir að farið verði nú í rann­sókn og skýrslu­töku og að svo verði ákvörðun tek­in.

Heimild: Mbl.is