Home Fréttir Í fréttum Brynjuhúsið fékk andlitslyftingu

Brynjuhúsið fékk andlitslyftingu

88
0
Húsið að Laugavegi 29 hefur verið auglýst til leigu. mbl.is/Anton Brink

„Það eru þreif­ing­ar í gangi en ekki búið að ganga frá neinu enn,“ seg­ir Gunn­laug­ur Þrá­ins­son, fast­eigna­sali hjá Borg.

<>

Húsið að Lauga­vegi 29 þar sem versl­un­in Brynja var til húsa stend­ur enn autt. Versl­un­inni var sem kunn­ugt er lokað árið 2022 eft­ir ára­tuga­rekst­ur og nýir eig­end­ur festu kaup á hús­inu. Það hef­ur síðan verið tekið ræki­lega í gegn og er orðið stór­glæsi­legt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr fast­eigna­skrá er Drangáll ehf. eig­andi húss­ins. Eig­end­ur þess fé­lags eru hjón­in Júlí­us Þorfinns­son og Þór­unn Ásdís Óskars­dótt­ir. Júlí­us er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Stoða og þau hjón­in hafa gefið sig að end­ur­gerð gam­alla húsa, að sögn Gunn­laugs fast­eigna­sala.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í laug­ar­dag­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is