Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbrautin tvöfaldast á fleiri stöðum

Reykjanesbrautin tvöfaldast á fleiri stöðum

48
0
Malbikun á Reykjanesbraut. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vega­gerðin hef­ur lagt fram matsáætl­un til Skipu­lags­stofn­un­ar fyr­ir tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar milli Hafna­veg­ar og Garðskaga­veg­ar. Með áætl­un­inni er verið að skoða hvaða áhrif fram­kvæmd­irn­ar myndu hafa á um­hverfið í kring.

<>

Sam­kvæmt matsáætl­un­inni er gert ráð fyr­ir því að veg­ur­inn verði fjög­urra ak­reina, með tveim­ur ak­rein­um í hvora átt og aðskilnaði akst­urs­stefna með vegriði.

Um er að ræða 4,7 km lang­an kafla Reykja­nes­braut­ar gegn­um bæj­ar­fé­lög­in Reykja­nes­bæ og Suður­nesja­bæ og áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar muni kosta um fjóra millj­arða króna.

Unnið hef­ur verið að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar síðan 2003 og stefnt er að því að ljúka verk­inu alla leið frá Kefla­vík­ur­flug­velli að höfuðborg­ar­svæðinu.

Mis­læg gatna­mót í staðinn
„Það er gert ráð fyr­ir því að þessi hring­torg hverfi og í staðinn komi mis­læg gatna­mót, þó ekki eins mörg og hring­torg­in,“ seg­ir Helga Aðal­geirs­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en á þess­um kafla braut­ar­inn­ar eru fimm hring­torg.

Spurð hvort vitað sé hvenær fram­kvæmd­ir hefjast svar­ar Helga því neit­andi. Enn sé mik­il óvissa varðandi all­ar fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar því ekki sé búið að samþykkja sam­göngu­áætlun.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is