Home Fréttir Í fréttum Rannsókn vinnuslyssins á borði vinnueftirlitsins

Rannsókn vinnuslyssins á borði vinnueftirlitsins

60
0
Maðurinn lést ellefu dögum eftir vinnuslys á byggingarsvæði á Akranesi. mbl.is

Mál manns sem lést í vinnustaðaslysi á bygg­inga­svæði á Akra­nesi í júní er enn til rann­sókn­ar. Lög­regla staðfest­ir að maður­inn hafi verið að starfa við bygg­ingu ein­inga­húsa.

<>

Maður­inn var á sex­tugs­aldri og lést ell­efu dög­um eft­ir slysið á gjör­gæslu­deild Lands­spít­al­ans.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Kristján Ingi Hjörv­ars­son, sett­ur aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, að málið sé, líkt og öll vinnustaðarslys, til skoðunar hjá vinnu­eft­ir­lit­inu.

„Þeir eru nátt­úru­lega að skoða allt þetta sem snýr að ör­yggi á vinnu­stöðum.“

Enn sé beðið eft­ir niður­stöðum úr rann­sókn­um til að loka mál­inu en Kristján seg­ir engra stórtíðinda vænt enda hafi verið um slys að ræða.

Hann gæti ekki tjáð sig nán­ar um efn­is­lega þætti rann­sókn­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is