Home Fréttir Í fréttum Jarðgöng í stað Miklubrautarstokks?

Jarðgöng í stað Miklubrautarstokks?

51
0
Skjáskot af Ruv.is

Tæplega þriggja kílómetra jarðgöng, þau fyrstu á höfuðborgarsvæðinu, gætu komið í stað Miklubrautarstokks. Vinna við uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur enn og ákvarðanir um framkvæmdir bíða á meðan.

<>

Til greina kemur að gera 2,8 kílómetra löng jarðgöng frá Skeifunni og vestur fyrir Hlíðarenda í Reykjavík, í stað þess að setja Miklubraut í stokk eins og lagt var upp með í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Uppfærslu sáttmálans átti að ljúka síðasta sumar og síðan hefur ítrekað verið greint frá því að undir uppfærsluna hylli.

Þegar sáttmálinn var undirritaður fyrir fimm árum áttu verkefnin að klárast innan fimmtán ára – ljóst er að kostnaður mun hækka og framkvæmdum seinka. Eitt stærsta verkefnið, og það sem enn ríkir óvissa um þar til sáttmálinn verður uppfærður, er ákvörðunin um það hvernig umferð um Miklubraut verður færð undir byggð.

Heimild: Ruv.is