Home Fréttir Í fréttum Auglýsa 200 íbúða hverfi á Veðurstofureit

Auglýsa 200 íbúða hverfi á Veðurstofureit

70
0
Loftmynd af Veðurstofureitnum. Mynd/Reykjvíkurborg

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að aug­lýsa deili­skipu­lag fyr­ir nýtt hverfi á Veður­stof­ur­eitn­um, en þar er gert ráð fyr­ir ríf­lega 200 íbúðum. Um ræðir fyrsta sta­f­ræna deili­skipu­lagið á land­inu sem er til­rauna­verk­efni í sam­vinnu við Skipu­lags­stofn­un.

<>

Gert er ráð fyr­ir að heild­ar­bygg­ing­ar­magn verði um 25.700 fer­metr­ar á sjö lóðum, en til viðbót­ar eru tvö þró­un­ar­svæði á reitn­um. Gert er ráð fyr­ir að bygg­ing­arn­ar verði á bil­inu tvær til fimm hæðir, en til sam­an­b­urðar er hæð húsa til suðurs og norðurs við Veður­stofu­hæðina 2-3 hæðir og til aust­urs 4-5 hæðir.

Veður­stof­an og Veit­ur verða áfram með starf­semi á reitn­um.

At­huga­semd­ir vegna deili­skipu­lags­ins

Ekki er gert ráð fyr­ir al­menn­um akstri á svæðinu held­ur verður not­ast við bíla­stæðahús svo að, sam­kvæmt til­lögu, yf­ir­borð verði grænna og ör­ugg­ara.

Í fund­ar­gerð frá fundi borg­ar­ráðs sem fram fór í gær kem­ur fram að borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðisl­fokks­ins og Flokks fólks­ins hafi komið með at­huga­semd­ir varðandi til­lög­una. Til að mynda áhyggj­ur vegna þeirra sem eiga bágt með gang og að vönt­un verði á „venju­legu hús­næði“, en sam­kvæmt til­lög­unni verða bygg­ing­ar á svæðinu hannaðar með nátt­úru­leg­um líf­ræn­um efn­um og bygg­ingar­úr­gangi.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins gagn­rýndu skipu­lagið með þeim hætti að efnam­inni íbú­ar verði staðsett­ir í jaðri hverf­is­ins og megi því „kjaga með inn­kaupa­poka í norðangarra um langa leið“. Þá von­ast þeir til að til­lit verði tekið til fólks, ís­lenskra aðstæðna og veðráttu.

Borg­ar­full­trú­ar Flokks fólks­ins gangrýndu að gert væri ráð fyr­ir að íbú­ar aðhyll­ist bíl­laus­an lífstíl og aðgengi inn og út úr hverf­inu verði erfitt.

Í deili­skipu­lagi fyr­ir Veður­stof­ur­eit verður gert ráð fyr­ir sjö metra breiðri teng­ingu, und­ir Bú­staðaveg sem teng­ir sam­an norður-suður milli Stiga­hlíðar og Beyk­i­hlíðar/​Birki­hlíðar.

Unnið hef­ur verið að skipu­lag­inu í nokk­urn tíma, en það er byggt á vinnu sem sam­an­stóð af hug­mynda­leit að vænt­an­leg­um lóðar­höf­um og svo sam­keppni um deili­skipu­lag. Komu lóðar­haf­arn­ir Dumli ehf. og Grænt hús­næði ehf. að skipu­lag­inu ásamt Bjargi, en ákveðið var að vinna skipu­lagið áfram með til­lögu dönsk-ís­lensku hönn­un­ar­stof­unn­ar Lenda­ger.

Á næstu dög­um verður hægt að nálg­ast gögn inn á skipu­lags­gátt hjá Skipu­lags­stofn­un. Þar verður jafn­framt hægt að koma með at­huga­semd­ir, ábend­ing­ar og um­sagn­ir.

Áætlað verður að halda íbúa­fund um mánaðar­mót­in ág­úst, sept­em­ber.

Heimild: Mbl.is