Home Fréttir Í fréttum Austurstræti verður göngugata: Fleiri breytingar

Austurstræti verður göngugata: Fleiri breytingar

53
0
Breytingarnar taka gildi um mánaðamótin. Teikning/Borgarlind

Aust­ur­stræti mun taka breyt­ing­um í sum­ar þegar gat­an verður að göngu­götu. Póst­hús­stræti verður á sama tíma breytt í vist­götu.

<>

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að breyt­ing­arn­ar nái einnig til Veltu­sunds og hluta Vall­ar­stræt­is og Hafn­ar­stræt­is. Mun breytt fyr­ir­komu­lag taka gildi um mánaðamót­in og verður í gildi til 1. októ­ber.

Þetta var samþykkt á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í morg­un og er hluti af því að koma í fram­kvæmd framtíðar­sýn fyr­ir um­ferðar­skipu­lag Kvos­ar­inn­ar sem var samþykkt árið 2020, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Meiri ánægja

Haft er eft­ir Dóru Björt Guðjóns­dótt­ur, for­manni um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, að fleiri séu já­kvæðir í garð göngugatna en nei­kvæðir.

„Í öll­um hverf­um eru langt­um fleiri já­kvæð en nei­kvæð gagn­vart göngu­göt­um og þeim fjölg­ar sem telja að göngu­svæðin megi vera stærri. Við hlust­um á íbúa og tök­um þessu sem hvatn­ingu til þess að fjölga göngu­svæðum í borg­inni.“

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg eru 72% borg­ar­búa já­kvæðir í garð göngugatna í miðborg Reykja­vík­ur og nei­kvæðni í garð þeirra er sögð fara dvín­andi.

Heimild: Mbl.is