Home Fréttir Í fréttum Fundur um milljarða framkvæmdir í Straumsvík

Fundur um milljarða framkvæmdir í Straumsvík

93
0
Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjörður standa fyrir kynningarfundi um hafnarframkvæmdirnar í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafn­ar­fjarðarbær og Hafn­ar­fjarðar­höfn halda kynn­ing­ar­fund 20. júní vegna um­hverf­is­mats á stækk­un hafn­ar í Straums­vík og skipu­lags­breyt­inga vegna fram­kvæmd­anna.

<>

Í fyrsta áfanga á að leggja varn­argarð, gera land­fyll­ingu fyr­ir lóð Car­bfix, byggja viðlegu­bakka fyr­ir gas­skip tengd starf­semi Car­bfix, leggja aðkomu­veg að hafn­ar­svæðinu og sækja efni úr Rauðamels­námu í Hafnar­f­irði, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Skipu­lags­stofn­un.

Stækkað með land­fyll­ing­um
Í áföng­um 2 og 3 er fyr­ir­hugað að stækka hafn­ar­svæðið frek­ar með land­fyll­ing­um, bæta við grjótvörn og byggja tvo viðlegu­kanta.

Efn­isþörf fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar er allt að 2.060.000 rúm­metr­ar og mun efn­istak­an á landi fyrst og fremst eiga sér stað í Rauðamels­námu og þangað verða sótt­ir allt að 1.340.000 rúm­metr­ar.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Frest­ur til 30. júní
Á fund­in­um verða jafn­framt kynnt­ar vinnslu­til­lög­ur að skipu­lags­breyt­ing­um fyr­ir stækk­un hafn­ar­inn­ar og efnis­töku í námunni.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur aug­lýst um­hverf­is­mats­skýrslu og all­ir geta kynnt sér hana og veitt um­sögn um fram­kvæmd­ina og um­hverf­is­mat henn­ar. Frest­ur til þess renn­ur út 30. júní næst­kom­andi.

Um­hverf­i­s­vænni til­laga
„Fólk hef­ur ýms­ar spurn­ing­ar og það er nauðsyn­legt og sjálfsagt að svara öll­um þeim spurn­ing­um,” seg­ir Lúðvík Geirs­son, hafn­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar­hafn­ar, spurður út í kynn­ing­ar­fund­inn.

Lúðvík Geirs­son. mbl.is/​Golli

Að sögn Lúðvíks þá hef­ur lengi verið til­laga um mjög stór­ar hafn­ar­fram­kvæmd­ir í Straums­vík.

Til­lag­an sem ligg­ur núna uppi á borði sé mun minni held­ur en fyrri til­lög­ur og muni ekki skerða land og nátt­úru með sama hætti og þær sem eldri eru. Er hún því mun um­hverf­i­s­vænni.

14 millj­arðar í heild­ar­kostnað
Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að hægt sé að byggja höfn­ina þannig að þar verði þrír stór­ir hafn­ar­bakk­ar.

„Sú tala sem hef­ur verið sett fram, þess­ir 14 millj­arðar, er í raun og veru heild­ar­kostnaður fyr­ir full­búna höfn með þrem­ur hafn­ar­bökk­um,” seg­ir Lúðvík.

Hann seg­ir þó að verk­efnið sem teng­ist Car­bfix þurfi aðeins einn hafn­ar­bakka og að áætlaður kostnaður á hon­um sé í kring­um átta til níu millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is