Home Fréttir Í fréttum Mynd sýnir hvernig garðarnir björguðu Grindavík

Mynd sýnir hvernig garðarnir björguðu Grindavík

82
0
Myndin sýnir vel hversu varnargarðarnir við Grindavík komu að góðum notum og forðuðu stórtjóni. Ljósmynd/Otti Rafn Sigmarsson

Loft­mynd sem Otti Rafn Sig­mars­son, björg­un­ar­sveit­armaður úr björg­un­ar­sveit­inni Þor­birni í Grinda­vík, tók í gær sýn­ir glöggt hversu varn­argarðarn­ir við Grinda­vík komu að góðum not­um og forðuðu bæn­um frá gríðarlegu miklu tjóni.

<>

„Þessi mynd sýn­ir svo vel hvað varn­argarðarn­ir eru öfl­ugt mann­virki og það er óhætt að segja að þeir hafi held­ur bet­ur sannað gildi sitt og komið í veg fyr­ir gríðarlegt tjón,“ seg­ir Otti við mbl.is.

Otti Rafn Sig­mars­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eld­gosið, það átt­unda í röðinni á síðustu þrem­ur árum á Reykja­nesskag­an­um og það kraft­mesta, hófst með lát­um um há­deg­is­bilið í gær og á tíma­bili voru marg­ir innviðir í hættu en í gær­kvöldi dró nokkuð úr virkni goss­ins. Virkn­in hef­ur hald­ist nokkuð stöðug í nótt.

„Ég var þarna á staðnum og kraft­ur­inn í gos­inu á tíma­bili var gríðarlega mik­ill. En sem bet­ur fer dró úr því og nú þegar ég tala við þig lít­ur þetta bara vel út.

Nú þarf að fara að huga að næstu skref­um og það er ým­is­legt sem þarf að huga að en við mynd­um ekk­ert kvarta ef þess­ari eld­gosa­hrinu færi nú að ljúka,“ seg­ir Otti, sem steig til hliðar sem formaður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í byrj­un apríl og sinn­ir nú björg­un­ar­sveit­ar­störf­um fyr­ir Þor­björn.

Ákveðin staðarþekk­ing skipt­ir miklu máli
Otti seg­ir að í nógu hafi verið að snú­ast í gær og fram á kvöld eða fram að úr­slita­leik Grinda­vík­ur og Vals um Íslands­meist­ara­titil­inn í körfuknatt­leik.

„Það verða til mörg verk­efni í svona aðstæðum og ákveðin staðarþekk­ing skipt­ir miklu máli þegar eitt­hvað svona ger­ist,“ seg­ir Otti, sem var að kanna aðstæður á Suður­strand­ar­vegi þegar mbl.is náði tali af hon­um.

„Ég er við Suður­strand­ar­veg­inn og er að skoða hvort hann sé eitt­hvað í hættu. Mér sýn­ist svo ekki vera,“ seg­ir Otti en á tíma­bili óttuðust menn að hraun myndi ná að veg­in­um. Það fór hins veg­ar yfir Grinda­vík­ur­veg­inn og Nes­veg­inn.

Heimild: Mbl.is