Home Fréttir Í fréttum Stag slitnaði í fjarskiptastöð Bandaríkjaflota

Stag slitnaði í fjarskiptastöð Bandaríkjaflota

78
0
Hraunbreiðan náði að varnargörðum sem komið hafði verið upp við fjarskiptastöð Bandaríkjaflota. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stag slitnaði í mastri fjar­skipta­stöðvar Banda­ríkja­flota í gær þegar hraun rann að varn­ar­görðum sem sett­ir höfðu verið upp um­hverf­is stöðina.

<>

Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varna, seg­ir mastrið þó al­veg eiga að þola slíkt.

„Jafn­vel þó það færi annað stag,“ bæt­ir hann við.

Til út­skýr­ing­ar höfðu verið gerðar varn­ir í kring­um stög­in, auk þess sem sett­ur hafði verið upp varn­argarður við stöðina. Víðir seg­ir hraun hafa runnið á þess­ar varn­ir í gær en ekki farið yfir þær.

Fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem er staðsett vest­an Grinda­vík­ur. Ljós­mynd/​Olga Ernst

Hraun rann skammt frá skarðinu

Fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota ligg­ur vest­an Grinda­vík­ur og ein­kenn­ist af háu mastri.

mbl.is greindi frá því í gær að hraun­breiðan hefði náð að varn­ar­görðunum við fjar­skipta­stöðina, en veg­ur klýf­ur varn­argarðana við mastrið og rann hraunið skammt frá skarðinu.

Heimild: Mbl.is