Home Fréttir Í fréttum Kató víkur fyrir tveimur einbýlishúsum og fjölbýli

Kató víkur fyrir tveimur einbýlishúsum og fjölbýli

192
0
Kató í Hafnarfirði. mbl.is/LMS

Niðurrif á bygg­ing­unni sem áður hýsti skóla St. Jós­efs­systra í Hafnar­f­irði, og þekkt er und­ir nafn­inu Kató, er í þann veg að hefjast.

<>

Samþykki fyr­ir niðurrifi hlaust 29. apríl. Húsið, sem stend­ur á móti St. Jós­efs­spít­ala á Suður­götu, hef­ur staðið autt í þó nokk­ur ár. Fyrst var sótt um deili­skipu­lags­breyt­ingu vegna húss­ins árið 2022.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Eva Ósk Guðmunds­dótt­ir, aðstoðarmaður bygg­ing­ar­full­trúa Hafn­ar­fjarðar, að til standi að reisa á lóðinni tvö ein­býl­is­hús og eitt keðju­hús sem í verða alls 15 íbúðir.

Húsið var byggt fyr­ir árið 1940 og af þeim sök­um þurfti að leita eft­ir um­sögn frá Minja­stofn­un eins og regl­ur kveða á um.

Einnig þurfti samþykki frá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu vegna þeirr­ar förg­un­ar sem mun eiga sér stað er niðurrifið hefst.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is