Home Fréttir Í fréttum 18% íbúða seldust á yfirverði

18% íbúða seldust á yfirverði

31
0
Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Kaup­samn­ing­ar í mars voru 1.122 tals­ins og fjölgaði frá því í fe­brú­ar þegar þeir voru 1.000.

<>

Kaup­samn­ing­ar á fyrsta árs­fjórðungi voru 2.673 tals­ins, eða 29% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Fram kem­ur í mánaðar­skýrslu HMS að áber­andi hafi verið fjölg­un kaup­samn­inga í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins en ríf­lega helm­ingi fleiri samn­ing­um var þing­lýst þar í ár sam­an­borið við 2023.

Fleiri íbúðir seld­ust á yf­ir­verði

Hlut­fall íbúða sem seld­ust á yf­ir­verði í mars hækkaði í öll­um lands­hlut­um. Á höfuðborg­ar­svæðinu seld­ust 18,3% íbúða á yf­ir­verði í mánuðinum og í ná­grenni þess seld­ust um 14,5% íbúða á yf­ir­verði. Ann­ars staðar á land­inu var hlut­fallið 13,1%.

660 eign­ir í Grinda­vík keypt­ar

Fast­eigna­fé­lagið Þórkatla hef­ur yf­ir­farið og samþykkt kaup á 660 hús­eign­um í Grinda­vík eða um 85% allra um­sókna sem borist hafa. Búið er að und­ir­rita og þing­lýsa 471 kaup­samn­ingi.

Ójafn­vægi á leigu­markaði

„Leigu­markaður­inn ber merki um mikið ójafn­vægi fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Töl­ur af leigu­vefn­um myigloo.is sýna að mun fleiri ein­stak­ling­ar eru í virkri leit held­ur en þær íbúðir sem eru til leigu á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins 2024 sem bend­ir til að fram­boð leigu­íbúða sé af skorn­um skammti. Í apríl sl. sendu 67% fleiri ein­stak­ling­ar inn um­sókn um a.m.k. eina íbúð en á sama tíma í fyrra,” seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is