F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Skógarhlíð. Göngu- og hjólastígar, útboð nr. 16008
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Verkið felst í hliðrun á núverandi götu og gerð göngu- og hjólastíga meðfram götunni í samræmi við teikningar. Jarðvegsskipt verður undir stígum og götum samkvæmt kennisniðum. Steyptir stoðveggir Verkið felst í gerð steyptra stoðveggjar við bílastæði Skógarhlíðar 20 og við stígtengingu á milli Eskihlíðar 14 og 16.
Veitur Fráveita: Verkið er í aðalatriðum fólgið í lagningu nýrra safnlagna fyrir yfirborðsvatn, gerð nýrra niðurfalla og færslu núverandi niðurfalla í samræmi við teikningar, koma fyrir og ganga frá brunnum og tengingum.
Rafveita: Verkið er fólgið í því að leggja 11 kV háspennustrengi í nýja legu samkvæmt teikningum.
Götulýsing: Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt því að taka niður og reisa ljósastólpa.
Helstu magntölur í verkinu eru:
- Upprif á malbiki, steypu og hellum 4.100 m2
- Upprif á steyptum kantsteini 1.500 m
- Fræsing malbiks 2.500 m2
- Gröftur 5.900 m3
- Fylling 4.500 m3
- Mulningur 4.800 m2
- Lagning kantsteina 1.400 m
- Malbikun 10.600 m2
- Hellulögn 1.700 m2
- Steypa í stoðveggi 75 m3
- Þökulögn 1.300 m2
- Vegrið 90 m
- Fráveitulagnir 500 m
- Fráveitubrunnar 10 stk
- Niðurföll 21 stk
- Ljósastólpar 28 stk
- Raflagnir 770 m
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 13:30 þann 15. maí 2024. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 4. júní 2024.