Home Fréttir Í fréttum Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum

Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum

149
0
Orkureiturinn þegar hann verður fullbyggður. Teikning/Safír

Verk­taka­fyr­ir­tækið Safír hóf í dag al­menna sölu á sam­tals 68 íbúðum sem eru hluti af fyrsta áfanga af fjór­um á Orkureitn­um svo­kallaða á milli Suður­lands­braut­ar og Ármúla.

<>

Þegar hafa 25 íbúðir verið seld­ar í for­sölu. Gert er ráð fyr­ir að íbúðirn­ar verði all­ar af­hend­ar sam­tím­is í haust, en þær eru á bil­inu 38 til 166 fer­metr­ar.

Á lóðinni verða byggð íbúðar­hús í fjór­um áföng­um. Það er A áfangi sem fer núna í sölu. Áfang­ar B, C og D eru einnig í upp­bygg­ingu og fara í sölu síðar.

Í til­kynn­ingu frá Safír kem­ur fram að allri upp­bygg­ingu á svæðinu verði lokið í lok árs 2027, um þrem­ur árum eft­ir að íbúðir í fyrsta áfanga verða af­hent­ar.

Auk íbúðar­hús­anna, sem telja í heild­ina 436 íbúðir er gert ráð fyr­ir 4.000 m2 at­vinnu­hús­næði í Orku­hús­inu og á jarðhæð nýju hús­anna, en þar er gert ráð fyr­ir versl­un­ar- og þjón­ustu­rým­um fyr­ir íbúa og rekst­ur á borð við veit­inga­hús og kaffi­hús. Þá verður stórt bíla­stæðahús tengt bygg­ing­un­um neðanj­arðar.

Unnið er með Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt að hönn­un inn­an í íbúðunum og þá er gert ráð fyr­ir að all­ar íbúðir verði Svans­vottaðar.

Heimild: Mbl.is