Home Fréttir Í fréttum Skólabrú í Vogabyggð

Skólabrú í Vogabyggð

82
0
Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Úti og inni arki­tekt­ar í sam­starfi við Land­form lands­lags­arki­tekta og ONNO þrívídd­ar­vinnslu fengu fyrstu verðlaun í sam­keppni um nýj­an samþætt­an leik- og grunn­skóla, frí­stunda­heim­ili og fé­lags­miðstöð auk nýrr­ar göngu- og hjóla­brú­ar í Fley­vangi.

<>
Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri með verðlauna­höf­um. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að í um­sögn dóm­nefnd­ar um vinn­ingstil­lög­una Skóla­brú seg­ir að þar sé „djörf og fersk til­laga sem bygg­ir á sterkri skipu­lags­legri sýn“. Mann­virkj­un­um er ætlað að þjóna nýrri Voga­byggð en gert er ráð fyr­ir allt að 1.500 íbúðum á svæðinu.

Miðja í Voga­byggð sem glæðir hverfið lífi
„Með þessu verður til miðja í Voga­byggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skól­arn­ir hjört­un í hverf­um borg­ar­inn­ar. Til­lag­an er afar spenn­andi og býr til heild­stæða um­gjörð fyr­ir skóla- og frí­stund­astarf í mik­illi ná­lægð við ein­staka nátt­úru á svæðinu,“ seg­ir Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri sem til­kynnti úr­slit­in í þjón­ustu­veri Reykja­vík­ur­borg­ar í Borg­ar­túni síðdeg­is í dag.

Sýn­ing á verðlauna­til­lög­un­um stend­ur yfir í þjón­ustu­ver­inu til 3. maí en á Fley­vangi verður einnig nýtt úti­vist­ar­svæði og al­menn­ingsrými borg­ar­búa og var út­færsla svæðis­ins hluti sam­keppn­inn­ar. Brú­in sem tengja á skóla­bygg­ing­una við Voga­byggð verður aðal sam­gönguæð til og frá skóla og mik­il­vægt kenni­leiti í borg­ar­land­inu.

Heimild: Mbl.is