Home Fréttir Í fréttum Byggingarheimildir verði tímabundnar

Byggingarheimildir verði tímabundnar

75
0
Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði tímabundnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri tel­ur rétt að bygg­ing­ar­heim­ild­ir í borg­inni verði tíma­bundn­ar.

<>

Til­efnið er að bygg­ing­ar­lóðir á Ártúns­höfða hafa nú verið seld­ar öðru sinni eft­ir að borg­in und­ir­ritaði samn­inga um lóðirn­ar sum­arið 2019. Lóðar­haf­ar seldu lóðirn­ar Þorp­inu vist­fé­lagi sem seldi þær síðan aft­ur með ábata.

Áslaug Guðrún­ar­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Þorps­ins vist­fé­lags, harmaði söl­una enda gæti fé­lagið ekki fylgt eft­ir fé­lags­leg­um áhersl­um sín­um.

Þvert á mark­miðin

Spurður út í þessi viðskipti seg­ir borg­ar­stjóri að kaup­end­ur lóðanna á Höfðanum hafi reynslu af upp­bygg­ingu í borg­inni. Þá geti verið góð og gild sjón­ar­mið fyr­ir slík­um viðskipt­um með lóðir.

Hins veg­ar sé hann al­mennt ekki „hlynnt­ur því að bygg­ing­ar­lóðir gangi kaup­um og söl­um og að það legg­ist ofan á þær mik­ill kostnaður sem end­ar síðan á íbúðakaup­end­um. Það er þvert á mark­mið okk­ar um hús­næðis­upp­bygg­ingu en við erum að reyna að stuðla að því að byggt sé fyr­ir lág­tekju­hópa og að sem flest­ir eigi greiðan aðgang á hús­næðismarkaðinn.

Það er al­veg klárt. Ég hef líka stutt áform stjórn­valda um að setja tíma­tak­mörk á bygg­ing­ar­heim­ild­ir,“ seg­ir Ein­ar og bend­ir á að til séu bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir í borg­inni und­ir 3.000 íbúðir.

Í þágu borg­ar­línu

Fyr­ir­hugað er að selja bygg­ing­ar­lóðir í Keldna­landi við Grafar­vog en and­virðið á meðal ann­ars að nota í þágu upp­bygg­ing­ar borg­ar­línu.

Spurður hvort til greina komi að fyr­ir­hugaðir lóðar­haf­ar í Keldna­landi geti keypt og selt lóðir, og þar með aukið álagn­ing­una í hverju skrefi, líkt og gert var á Höfðanum, seg­ir borg­ar­stjóri ótíma­bært að ræða það enda sé verið að semja um Keldna­landið.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is