Home Fréttir Í fréttum Tengja ný möstur í Svartsengislínu

Tengja ný möstur í Svartsengislínu

59
0
Búist er við því að vinna við að tengja möstrin klárist í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Unnið er nú að því að tengja ný möst­ur Landsnets í Svartseng­is­línu. Vinna við aðgerðina hófst klukk­an 7 í morg­un og von­ast er til þess að hún klárist í kvöld. Þetta staðfest­ir Stein­unn Þor­steins­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets í sam­tali við mbl.is.

<>

Gasmeng­un flækt málið

„Það er svo­lítið síðan við reist­um þessi möst­ur en við höf­um ekki fundið glufu til að tengja fyrr en núna. Fyrst var það yf­ir­vof­andi eld­gos, svo eld­gos og svo gasmeng­un­in sem gerði okk­ur erfitt fyr­ir,“ seg­ir Stein­unn.

Vinna við að verja möstr­in í lín­unni hófst fyr­ir jól. Búið er að reisa þrjú ný möst­ur og standa þau hærra í land­inu en þau gömlu og er eitt þeirra á upp­hækkaðri eyju. Ef allt geng­ur að ósk­um verður lín­an tek­in aft­ur í rekst­ur í kvöld.

Von­ast er til að upp­hæk­un komi í veg fyr­ir að hraun nái að þeim. Ljós­mynd/​Aðsend

Svarteng­is­lína verði ör­ugg­ari

Mark­mið aðgerðar­inn­ar er að verja þessi möst­ur fyr­ir hraun­rennsli og verður Svartseng­is­lín­an því ör­ugg­ari.

„Þessi nýju möst­ur sem við erum búin að reisa, þau standa utan hraun­rennsl­is­ins. Hraunið mun því von­andi ekki renna á þess­um stað en ef það ger­ir það þá eru möstr­in hærra í land­inu og standa því hugs­an­lega af sér hraun­rennslið.“

Gert er ráð fyr­ir fyr­ir raf­magns­leysi í Grinda­vík í stutta stund við upp­haf og lok aðgerðar. Á meðan aðgerðinni stend­ur mun vara­aflsvél verða keyrð í Grinda­vík.

Heimild: Mbl.is