Fasteignafélagið Skuggi 4 ehf. greiðir um tíu milljarða króna fyrir byggingarheimildir á Ártúnshöfða.
Seljandi var Þorpið 6 ehf., dótturfélag Þorpsins vistfélags, en um var að ræða um 80 þúsund fermetra byggingarheimildir. Það er heldur meira en skilja mátti af frétt Morgunblaðsins um söluna í gær.
Þar kom fram að ekki var einhugur innan Þorpsins um söluna.
Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Þorpsins vistfélags og eigandi Blævængs, kveðst afar leið yfir kaupum Skugga á lóðum Þorpsins á Höfða.
„Mín viðbrögð eru að ég er afar sorgmædd yfir þessari niðurstöðu. Við fáum þá ekki að halda áfram að gera það sem við ætluðum að gera sem er að byggja íbúðir í nýjum borgarhluta og hafa þannig áhrif á hvers konar hús verða byggð og hvers konar samfélag verður á svæðinu. Mér finnst umhugsunarvert að þetta skuli geta gerst en ég er svolítið ný í þessum bransa,” segir Áslaug.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is