Home Fréttir Í fréttum Byggja skrifstofuhús við Smáralind

Byggja skrifstofuhús við Smáralind

98
0
Teikningin sýnir hvernig skrifstofuhúsið í Silfursmára 12 mun líta út úr lofti. Teikning/Batteríið arkitektar

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Klasi er að hefja upp­bygg­ingu á fjög­urra hæða skrif­stofu- og þjón­ustu­bygg­ingu suður af Smáralind. Bygg­ing­in, Silf­ursmári 12, verður Svans­vottuð.

<>

Ingvi Jónas­son fram­kvæmda­stjóri Klasa seg­ir áætlað að fram­kvæmd­um ljúki eft­ir 15 til 16 mánuði. Sam­kvæmt því gæti húsið komið til af­hend­ing­ar í sum­ar­lok 2025.

Batte­ríið arki­tekt­ar hanna húsið. Það verður 2.500 fer­metr­ar og með 26 stæða bíla­kjall­ara.

„Hugs­un­in er að byggja Svans­vottað skrif­stofu- og þjón­ustu­hús­næði. Jafn­framt að bygg­ing­in verði ólík aðliggj­andi fjöl­býl­is­hús­um. Það er önn­ur nálg­un og annað út­lit.“

Meira í Morg­un­blaðinu í gær, fimmtu­dag.

Heimild: Mbl.is